Allt er leyfilegt en ekki er allt gagnlegt.

Jæja kallinn er bara að verða hress eftir dimma dalinn,  þökk sé Guði og svo megið þið sem uppörvuðuð mig  fá smá af þökkunum, nei nei þúsund þakkir auðvitað. Annars er ég voðalega mikið að pæla í því þessa dagana hvernig ég er búin að hlaða dagskrárliðum inn í mitt líf, það er  komið of mikið held ég. 

Nú þegar ég er komin á þá skoðun að ég sé að gera of mikið þá er ekki úr vegi að skoða hvort ég geti skorið niður og það skal ég segja ykkur það verður ekki auðvelt verk en ég verð að reyna. En byrjum á því að kortleggja þetta, sjáum nú til,

Ég er í Fíladelfíu  fer á samkonur kl. 16:30 sunnudögum  (þú ert velkominn) og fleira tengt Fíló s.s bænahópur, ég er í ræktinni 5 x á viku, ég vinn hjá RUV ohf alla vikra daga, ég er í AA  hef sett mér að mæta þrisvar í viku þar (en geri ekki), ég hjálpa til í Uniku (aukavinna) misjafnt hvað það er oft í mánuði en þetta er þó nokkur vinna, ég starfa á Alfa einu sinni í viku,  ég er samkomuþjónn fimmtu hverja helgi, ég er líka með smáverkefni fyrir Samhjálp ásamt Guðna Má og Villa Svan (leyndó),ég hef verið í starfsmannahópi þeim sem kemur að Kotmótum, ég er í golftímum og svo í golfi á sumrinn, ég er í samkvæmisdönsum, ég á þrjú börn sem ég þarf að sinna betur, ég á konu sem vill eiga samfélag við mig og ég við hana, við eigum heimili sem þarf að þrífa og viðhalda, við eigum tvo bíla sem þarf að þrífa, svo eigum við tvo hunda sem þarf að hreyfa, svo er það fjölskyndan og vinirnir, huga að reikningunum, það er örugglega eitthvað sem ég gleymi en þá bæti ég þvi við síðar. 

Svo vil ég geta hjálpað vini mínum honum Magga hann er að vinna að skemmtilegu verkefni og ég hef lofað að hjálpa.  En ég þar ekki að eyða tíma í að drekka áfengi né reykja :)

Ég ætla nú að lofa mér því að ég ætla að skipuleggja mig betur og sjá hvort ekki megi laga þetta aðeins til.  Ef þú er með tillögu handa mér þá er hún vel þegin og ég lofa að  skoða hana vel og meta, ekki bara henda henni frá mér. 

Hér er að finna mannakorn dagsins

Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
1 Jóh 1:9

Guð blessi ykkur

Stebbinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 300

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband