Færsluflokkur: Bloggar

Léttur föstudagur

Kannast einhver við þetta ? ég veit ekki með ykkur en þetta er nokkur vegin lýsingin á mínum fylleríum hér á árum áður enda er ég hættur að drekka, Guði sé lof !

Fimm stig ölvunar 

Stig 1 -> VITUR

Þetta  er þegar þú skyndilega verður sérfræðingur í öllu sem til er. Þú veist að þú veist allt og vilt deila  þekkingu þinni meið öllum sem vilja hlusta. Á þessu stigi hefur  þú  alltaf   RÉTT  fyrir þér. Og auðvitað hefur sá/sú sem þú ert að tala við alltaf RANGT fyrir sér. Úr þessu getur orðið áhugavert rifrildi þegar báðir aðilar eru VITRIR.

 

Stig 2 -> FLOTTUR

Þetta er þegar það rennur upp fyrir þér að þú ert flottastur á svæðinu og að allir dýrka  þig.  Þú  getur gengið upp að algjörlega ókunnugugru persónu, vitandi það að hann/hún  dýrkar  þig  og  vill endilega tala við þig. Mundu að þú ert ennþá VITUR, þannig að þú getur talað um öllHeimsins mál við hann.

 

Stig 3 -> RÍKUR

Þetta er þegar þú skyndilega verður ríkasti maður í heimi. Þú getur splæst drykkjum á alla á barnum vegna þess að þú ert með brynvarinn bíl fullan af peningum rétt við hliðina.  Þú getur einnig veðjað um hvað sem er á þessu stigi, vegna þess að þú ert auðvitað  ennþá  VITUR,  og vinnur þar af leiðandi öll þín veðmál. Það skiptir ekki máli  hver upphæð veðmálsins er því þú ert RÍKUR. Þú kaupir líka drykki handa öllum sem þú fílar, vegna þess að þú ert lang FLOTTASTUR

 

Stig 4 -> SKOTHELDUR

Núna ert þú reiðubúinn til að stofna til slagsmála við hvern sem er, sérstaklega við þá sem þú hefur hingað til verið að rökræða eða veðjavið.Það er vegna þess að ekkert getur skaðað þig.  Á þessu stigi getur þú líka gengið upp að félögum þeirra  sem  þú fílar og skorað á þá í stríð um vitsmuni og peninga. Þú hefur engar áhyggjur  af  því  að  tapa vegan þess að þú ert VITUR, þú ert RÍKUR og þú er miklu FLOTTARI en þeir.

 

Stig 5 -> ÓSÝNILEGUR

Þetta er lokastig ölvunarinnar. Á þessum tímapunkti getur þú gert hvað sem er vegna þess að ENGINN GETUR SÉÐ ÞIG. Þú dansar uppá borðum til þess að sýna þeim sem þú fílar hvað þú ert FLOTTUR og vegna þess að hinir sjá þig hvort sem er ekki. Þú ert ÓSÝNILEGUR þeim sem ætlar að berja þig. Þú getur gengið gegn um miðbæinn og sungið af hjartans lyst vegna þess að enginn getur séð þig eða heyrt í þér. Og þar sem þú ert enn VITUR kanntu auðvitað textann???

 

Hér er að finna mannakorn fyrir daginn í dag

 

Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.
Fil 4:4

 

Guð blessi ykkur

Stebbinn

|


Auðmýkt opnar leiðir

það er mín reynsla að auðmýkt færir mann á áætlun Guð (já Guð hefur áætlun með þig), hér er framhald frá því í gær og von er á meira efni á næstunni þessu tengt.  Föstudagar eru þó léttir að vanda.

Auðmýkt.

Mér var sagt að beygja mig fyrir Guði og fara á kné og biðja, mér fannst það nú hendur langt gengið en þá var mér sagt að sennilega kæmi kraftur Guðs í gegnum kné sem beygðu sig og bæðu um lausn hanz.

Ég finn fyrir því þegar ég næ að vera auðmjúkur að þá líður mér mun betur en ef ég er í  hrokanu. Ég veit að Guð vill að ég auðmyki mig fyrir hann já honum til dýrðar.

Ef ég leitast við að lesa Guðs orð og´og einbeiti mer að því að vera heiðarlegur þá næ ég að hafa hugann við aðmýktina og næ að vera í henni.  En um leið og ég fjarlægist þá koma gömlu taktarnir upp hrokinn og allt það leiðindar dæmi.

Svo segir hin helga Bók,

Sálm 69:33 Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast, þér sem leitið Guðs _ hjörtu yðar lifni við.

Fil 2:9-11" 9"Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, 10 til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu 11 og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. Orð 18:12"Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar."

Kol 3:12 "Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.

Matt 23:12 Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða

Jes 38:15 Hvað á ég að segja? Hann talaði til mín og efndi sín orð. Í auðmýkt vil ég ganga alla mína lífdaga, því minni sálarangist er létt.

Ef 4:32 Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

Sál 86:5 Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.
Hebr 12:2

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Fjarlægur Guði

Fyrir nokkrum mánuðum setti ég á blað pælingar mínar um það hvernig ég nálgaðist trú mína á Jesú Krist. Ég ætla að deila þessu með ykkur, þið fáið þetta í skömmtum fyrst er  það hvernig það er að vera fjarlægur Guði.

Vonandi nýtist þetta einhverjum.

Fjarlægur Guði:

Þegar ég var að vinna Reynslusporin AA  þá las ég um mann sem líktist mér að mér fannst hann horkafullur og hræddur og algerlega úrræðalaus með líf sitt.   Ég var á þeim stað sem ég óttaðist mest af öllum stöðum ég var einn og hræddur við allt og alla, ég gat ekki gert neitt í mínum málum ég var ráðþrota og andlega gjaldþrota.

Mér fannst Guð ekki til, hann hafði a.m.k ekki gert neitt fyrir mig en þá kom þessi gullna setning sem er upphafið að minni göngu með Guði Jesús. "Hver ert þú, að geta sagt að Guð sé ekki til ? 

Eins og maðurinn sem ég las um fór að skoða þennan Guð sem talað er um í sporunum og ég fór að hugsa um alla sem trúðu á Guð og hvort þetta fólk hefði virkilega allt á röngu að standa um Guð.

Mér fannst ég ekki eiga skilið að vera eins né neins, mér fannst ég enskis virði, engin hafði sagt við mig að Jesú Kristur hafi dáið fyrir mínar syndir ég hélt auðvita að ég yrði með þær á bakinu það sem eftir væri, mér fannst ég ekki verðskulda neitt frá honum..

Orð 15:29 "Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann.

Bréf Páls til Títusar 3:6-7 Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, 7 til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

Ég fór að trúa á mátt mér æðri sem ég þekki í dag sem Jesús.  Ég fór að læra um Jesús já  mig þyrsti eftir lausn hans ég hafði fundið bragði og ég vildi meira. 

Ég lifði í dimmum dal en nú veit ég að Jesús er vegurinn , sannleikurinn og lífið.  Við erum sköpuð í  Guðs mynd en sú mynd er óhrein fyrir synd og þess vegan hafa menn tilhneyingu til hins illa.

Gott og illt,styrkur og veikleiki eru í öllum mönnum. Sagt er að "Skilin milli góðs og ills liggur ekki milli ríkja, stétta né stjórnmálaflokka  heldur þvert í gegnum sérhvert mannlegt hjarta."

Við verðum bara að leggja líf okkar í Guðs hendur og vanda til sérhverra verka.

Post 2:39 Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.``

Sám 27:8 Mér er hugsað til þín, er sagðir: ,,Leitið auglitis míns!`` Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn.

Sál  105:4 Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.

 

Jak 4:8 Nálægið yður Guði, þá mun Guð nálgast yður.

 Mannakorn fyrir dagin í dag er að finna hér.

Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.
Ef 2:10

Guð blessi ykkur 

Stebbinn

 


Leitið og þér munuð finna

Ég finn blessun Drottins flæða í dag, það þýðir í mínu tilfelli að ég er auðmjúkur í dag og er forsenda fyrir því að ég sjái blessun Drottins.  Ég þekki það vel að vera fjarlægur Guði og finnast ég einmanna enda leita ég í oft í þá holu.

Ég veit að mörg okkar leita leiða til að láta sér líða vel, þannig var um mig ég leitaði og ég fann.  Margir sem ég umgengst skilja ekki hvað ég fann eða hversu dýrmætt það er mér þessa afstöðu þeirra skil ég vel enda sjálfur verið á þessum stað.  Áður en ég fann og frelsaðist þá gat ég ekki skilið trúað fólk held bara að ég hafi vorkennt því. Ég kvað upp dóm en dómur minn var skilningslaus hann var byggður á vanþekkingu. 

Það er erfitt að útskýra hvað ég fann en auðvelt að finna það, hér er ein samlíking: Ef einhver spyr þig hvernig sítóna bragðast hvernig ætlar þú að útskýra það fyrir viðkomandi ? hún er súr, hvernig súr, mjög súr. það er nánast útilokað að útskýra hvernig sítróna bragðast eina leiðin er að viðkomandi bragði sjálfur á henni. Það er sama með Drottin Jesú þú verur að prufa til að sannfærast og finna kraft hans.

Hér er eins vísa í tilefni dagsins.

Reynslusporin:

Sporin hræða magnan mann

Það er ekki skrýtið

Fast þau sækja sannleikann

Já Það er ekki lítið.

mannakorn dagsins er að finna hér

 Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.
1.Kor 3:11

 Guð blessi þig

Stebbinn

 


Allt hefur sinn tíma

Allt hefur sinn tíma ekki satt og líka að skrifa bloggið ég hef ekki gefið mér nægan tíma til að blogga. Ég fæ grænar þegar ég les bloggið hjá mér þegar ég sé innsláttar og stafsetningarvillurnar ég held að ég verði að taka mig á eða bara að hætta að blogga.

Þegar ég las bloggið hjá henni Immu fékk ég smá minnimáttarkennd því mín skrif eru nú ekki svona ígrunduð og flott, ég hvet ykkur til að skoða síðuna hjá henni hér.

Ég hef fengið viðbrögð frá fólki varðandi hendingarnar sem ég hef birt, mér skilst að sumir fái kjánahroll á að lesa þetta.  Það var nú ekki tilgangurinn að gera neinum neitt með þessu og ekki hef ég sagst vera ljóðskáld eða þannig en með þessu næ ég að böggla frá mér mínum hugsunum.  Ég vona enn og aftur að þetta gleðji einhvern hvort sem það er af innihaldinu eða klaufalegri framsetningu.

 

Nú er föstudagur og ég hef lofað léttu gríni á föstudögum, þennan fékk ég frá henni Siggu sem vinnur með mér.

Bakaðar baunir
Dag einn hitti ég yndislegan herramann og við urðum ástfangin.

Þegar það varð ljóst að við myndum giftast ákvað ég að fórna því sem ég
hafði mikið dálæti á. Ég hætti að borða bakaðar baunir.

Einhverjum mánuðum seinna, á afmælisdaginn minn, og ég var að fara heim frá
vinnu, bilaði bíllinn minn.
Þar sem ég bjó út í sveit hringdi ég í manninn minn og sagði honum að ég
kæmi seint þar sem ég þyrfti að ganga heim.

Á leið minni heim gekk ég fram hjá litlu veitingahúsi og lyktin af bökuðum
baunum var meiri en ég gat staðist.

Þar sem ég átti eftir að ganga nokkra kílómetra áður en ég næði heim
reiknaði ég það út að ég myndi ganga af mér þá kvilla sem fylgdu því að
borða bakaðar baunir áður en ég kæmi heim. Svo ég stoppaði á
veitingahúsinu og áður en ég vissi af hafði ég klárað þrjá stóra skammta af
bökuðum baunum.

Alla leiðina heim fullvissaði ég mig um að ég hefði losað mig við allt gas
sem fylgir slíkri græðgi.

Þegar heim var komið tók eiginmaður minn spenntur á móti mér og sagði:
“Ástin mín! Ég ætla að koma þér á óvart við kvöldverðarborðið.”

Hann batt síðan slæðu fyrir augun á mér og leiddi mig að stól við borðið.

Ég fékk mér sæti og rétt í því sem hann ætlar að leysa frá augunum á mér,
hringdi síminn.

Hann lét mig lofa því að ég myndi ekki kíkja fyrr en hann hefði afgreitt
símtalið og svo fór hann til þess að svara í símann.

Bökuðu baunirnar sem ég hafði innbyrt voru ennþá að hafa áhrif á mig og
þrýstingurinn var að verða óbærilegur. Svo að á meðan eiginmaðurinn var í
öðru herbergi notaði ég tækifærið, lét allan þunga minn hvíla á annarri
rasskinninni og hleypti einu skoti út.

Það var ekki eingöngu hátt heldur lyktaði það eins og gúanóverksmiðja.

Ég tók servíettuna úr kjöltu mér og notaði hana sem viftu.

Svo lyfti ég mér upp á hina kinnina og skaut þremur í viðbót. Lyktin var
verri en af soðnu káli.

Þessu hélt ég áfram í fimm mínútur í viðbót á meðan ég hlustaði
gaumgæfilega á samræðurnar sem fram fóru í hinu herberginu.
Ánægjan var ólýsanleg eða þar til kveðjuorðin í hinu herberginu bundu enda
á þetta frelsi mitt. Ég loftaði í flýti í kringum mig með servíettunni,
lagði hana síðan í kjöltu mér og kom höndunum fyrir ofan á henni og hugsaði
um hversu vel mér liði og hversu ánægð ég var með mig.

Andlit mitt hlýtur að hafa sýnt mynd sakleysis þegar eiginmaður minn kom
aftur og baðst afsökunar á því að hafa verið svona lengi í símanum.
Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð svindlað og kíkt en ég fullvissaði
hann um að það hefði ég ekki gert.
Þegar hér var komið sögu tók hann slæðuna frá augum mér og tólf
kvöldverðargestir sem sátu í kringum borðið hrópuðu:

“Til hamingju með afmælið!”

Það leið yfir mig!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Mannakorn dagsins er að finna hér

 

Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.
2.Kor 8:9

Læt eina fylgja mér í dag:

Þakka þér Drottinn þennan dag

þú sérð göngu mína.

Mín þjónusta er þér í hag

- ég þig skal öllum sýna.

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Lofa Drottinn sála mín

Drottin blessi ykkur og varðveiti

Já sitt sýnist hverjum með kveðskapinn hjá mér LoL og svo verður áfram en ég vona að einhver njóti vel.  Ég held ótrauður áfram þessari göngu og þó einhverjar brekkur verði á leið minni þá mun ég með hjálp Jesú fara létt yfir þær. 

Hér eru tvær til viðbótar auk þess sem ég hef lagað þær eldri eitthvað til. (þakka Kristjáni Hreinsyni fyrir aðstoðina)

Bakkus.

Herðum Bakkus bar mig á

og bjó til götur mínar

Guð minn þessa glötun

og gaf mér leiðir sínar

Náðargjafir

 

Frelsið, náðin fögur, blíð.

Fylgir Jesús okkur.

Drottin blessar land og lýð

svo lifir glaður flokkur.

 

 

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

 

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
Ef 6:10

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Þetta er dagurinn sem Drottin hefur gjört

Þetta er dagurinn sem Drottin hefur gjört enda er hann afar fagur á að sjá þó það sé kalt.  Í dag er ég í fínu formi enda nýkomin af Alfahelgi endurnærður á sál og líkama.  Nú er bara að halda sér í andlegu formi og iðka trúna.

Ég ætla að leyfa tveimur ljóðum til viðbótar að fljóta hér með, það er von mín að þessar línur hjálpi einhverjum að öðlast trú.

 Syndin

Syndin stýrði minni sál

Inn í myrkraverkið

Jesús greiddi mína náð

og leisti synda hlekki

 

Trúin

Trúna leiðir manni í

ótal ævintýri

Jesú Kristur tekur því

með kærleika og gleði

 

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

 

Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast, segir miskunnari þinn, Drottinn.
Jes 54:10

Guð blessi ykkur

Stebbinn

 


Alfahelgin og lof til Drottins.

Nú er Alfahelgin liðin og auðvita uppskáru allir sem þar voru ríkulega eins ávalt þegar andi Drottins fær að taka völdin.  Helgin tókst afar vel og tóku a.m.k átta manns við Jesú sem sínum persónulega frelsara. Það er frábært að fylgjast með fólki þegar það upplifir kraft Drottins og og því líkur munur á því.

Ég samdi nokkara vísur um helgina Guði til heiðurs ,  hér er sýnirshorn af því sem Drottin gaf að kveða ef kveðskap skuli kallast en þetta gleður mig. Ég er með það á hreinu að Drottinn gaf mér þennan kveðskap annað kemur ekki til greina. Þið megið endilega segja mér ef ykkur líst eitthvað á þetta hjá mér og líka ef ykkur líst ekki neitt á þetta

Náðin

Náðin leysir alla menn

Allt í Jesú nafni

Drottins orðið fyllir enn

Á  hjartans tómu bletti

Blessun

Drottin blessar alla þá

Sem við honum taka

Komdu nú og segðu já

hann mun með þér vaka.

 

Mannakorn dagsinn er að finna hér

En öllum þeim sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn.
Jóh 1:12

 

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Léttur föstudagur

NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!


ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA

Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt
hvert námskeið

Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
FYRRI DAGUR

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT
?

Skref fyrir skref með
  glærusýningu
KLÓSETTRÚLLUR VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI

Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?

Pallborðsumræður nokkrir sérfræðingar

AÐ TAPA GETUNNI

Að missa fjarstýringuna til makans Stuðningshópar

LÆRA AÐ FINNA HLUTI

Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi Opin umræða

SEINNI DAGUR

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?

Hópvinna og
 hlutverkaleikir
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM

PowerPoint kynning

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
 

Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?

Ökuhermir

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI
  OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar,
hugleiðsla og öndunartækni

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR

Komdu með dagatalið þitt í tímann

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR

Einstaklingsráðgjöf og samtöl

Mannakorn dagsins er að finna hér

Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra og fól oss að boða orð sáttargjörðarinnar.
2.Kor 5:19

Guð blessi ykkur alla daga

Stebbinn


Alfa fjallar um grundvallaratriði ....

Helgin framundan verður snillld, ég er á leið austur í fljótshlíð nánar tiltekið Kirkjulækjarkot.  Þar ætlum við að fjölmenna á Alfa helgi en hún er liður í Alfanámskeiði sem heldið er í Fíladelfíu.  Á  Alfa fræðumst við um grundvallaratriði kristinniar trúa.  Ég hef farið átta sinnum á Alfa einu sinni sem nemandi og sjö sinnum sem leiðbeinandi.  Ég upplifði mikla lausn inn í mitt líf á Alfa og ég hef orðið vitni að mörgum kraftaverkum í lífi margra annara sem sótt hafa námskeiðið. 

Annars er allt gott að frétta ég er að hugsa um að kaupa mér fellihýsi er búin að finna eitt sem ég kaupi sennilega, það er komin ferðahugur Smile (já það er klikkun að vera að skoða svona dæmi um hávetur) Trausti vinur minn ætlar að kaupa af mér Víkínginn þannig að við ættum að geta ferðast saman í sumar. 

Golfið er líka farið að kítla mig ég er byrjaður að æfa sveifluna og stefni að því að bæta árangurinn.  Ég er núna með 19.9 í forgjöf og stefni að því að ná mér niður í 16,0 í sumar. Er að pæla í því að skella mér erlendis að spila sennilega til Bretlands en það vantar ferðafélaga, við erum tveir en best er að vera fjórir í hóp.

ps. sorry búin að vera latur að skrifa, skal bæta mig, ekki hætta að skoða síðuna

 Mannakorn dagsins er að finna hér

 Ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu.
Job 19:25

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Næsta síða »

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband