Jesús Kristur er upprisinn !

Sæl og blessuð,

Ég átti svo sem von á því að fá viðbrögð við þvi að segjast vera ofsatrúarmaður (samkvæmt skilgreiningu SÁÁ) og það gekk eftir.  Mér var sagt að einum bloggara að ef ég aðhlyntist trúarsamþykktum Hvítasunnumanna þá væri ég trúarosftækismaður, þar hafiðþið það.  Greinilegt að sumir hafa ekki lært heima trúarjátning okkar er einföld "Jesús er Drottinn" minni á að þeir sem fermast játi því sama, meira trúarofstækið þar eða hvað .

Fyrir þá sem vilja þá er hér linkur á samþykktir okkar Hvítasunnumanna Smile

trú okkar og samþykktir

Mér hefur einnig verið bent á það að kristinir séu í minnuhluta íslensku þjóðarinna það eru fréttir, ég hef greinilega ekki lært heima :)

En ég vill auðvita bara að hver og einn leiti  fyrir sig, það er ekki hugsunin hér að finna fyrir aðra eða að segja öðrum fyrir verkum, ég hef fundið, knúið á og ég er að uppskera.

Ég ætla ekki að fara nánar út í Vinaleiðina að örðu leyti en því að benda á þá sjálfsögðu þjónustu að hlusta á ungviðið hver veit hvað liggur niður grafið ? Bendi á umfjöllun í DV og fleirri fjölmiðlum, nú tala allir um að bezt hefði verið að skoða grunsemdir sem upp komu í því máli á sínum tíma.

Stebbinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég lærði heima, ég var að vísa til allra trúarsamþykktanna sem ég vísaði í, ekki bara einn lið. Ef þú trúir t.d. 2.1. og 2.12., þá held ég að það megi með réttu kalla þig trúarofstækismann.

Síðan fullyrtir þú að yfir 90% þjóðarinnar trúi á Jesú Krist. Ég benti þér einfaldlega á að í einu könnuninni (a.m.k. sem hefur verið birt) þar sem var spurt að þessu, kom í ljós að einungis 44,5% tóku undir fullyrðinguna "Jesús var sonur guðs og frelsari". Já, þú lærðir ekki heima.

Er fólk sem játar ekki að Jesús sé sonur guðs og frelsari kristið?

Hérna geturðu nálgast könnunina:

Björn Björnsson og Pétur Péturssin Trúarlíf Íslendinga. Félagsfræðileg könnun. Ritröð Guðfræðistofnunar nr. 3, Rvík 1990.

Þú sérð þessa spurningu í töflu II,7 á bls. 18

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.2.2007 kl. 22:35

2 identicon

Það ber ekki vott af mikillu innsæi að kalla menn sem trúa Bíblíunni ofsatrúarmenn. Það er eins og það vanti í þá hugsun allt umburðarlyndi fyrir þeim sem eru annarar skoðunnar en sá sem þann dóm fellir. Þess má geta að ekki bara okkar góða Þjókirkja heldur stjórnarskrá lýðveldisins er byggð á grundavelli Biblíunnar - eins og reyndar stjórnarskrár flestra vestrænna ríkja. Þar með er sá hópur sem Hjalti Rúnar velur að telja ofsatrúar orðin nokkuð stór. Hvað sem Hjalti Rúnar velur að kalla þá sem trúa Biblíunni er ég einn af þeim og  fer ekki með það í neinar grafgötur.

Theodór Birgisson

Theodór Birgisson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theodór, ég kallaði ekki þá sem trúa biblíunni ofsatrúarmenn. Þú ert líklega að vísa til 2.1. á síðu hvítasunnumanna:

"2.1. Við trúum að Biblían, Heilög ritning, sé innblásin, óskeikul, óvéfengjanleg og myndugt orð Guðs. (2. Tímóteusarbréf 3:16)"

Þarna er talað um að biblían sé óskeikul og óvéfengjanlegt. Ef þú trúir því er vel hægt að kalla þig ofsatrúarmann. Og ég skil ekki af hverju þú vilt flokka það sem óumburðarlyndi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.2.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 335

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband