Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Farið út um allan heim ......

Ég er mikið að pæla í því þessa dagana hvernig og hvort ég eigi að segja hinum og þessum sem ég hitta frá Jesú.  Mér líður einhvern vegin þannig að mér finnst ég verða að vitna um það hvað þetta er yndislegt lífið með Jesú.

Margir eru þeir sem ganga í myrkri og fá ekki notið þess að til er von já von sem breytir myrkri í birtu. Okkur ber að hjálpa fólki eins og okkur var hjálpað, herðum okkur í því verki sem Jesú fól okkur.

Hér að neðan er að finna leiðsögn í því hvernig við skulum haga okkur við getum verið viss um að það er vilji Guðs að við segjum frá eins og má lesa hér að neðar.

Fyrra Pétursbréf 3:15-17

"15En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. 16En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku til þess að þeir sem níða góða hegðun ykkar sem kristinna manna verði sér til skammar vegna þess sem þeir mæla gegn ykkur. 17Ef það er vilji Guðs að þið líðið þá er það betra að þið líðið fyrir að breyta vel en fyrir að breyta illa."

Hér erum við beðin um að helga Kristi hjörtu okkar og vera reiðubúin að svara hverjum þeim manni sem krefst raka fyrir voninni sem við Kristnir eigum. En við erum ámynnt að gera það með hófærð og virðingu og um fram allt hafa góða samvisku, til þess að þeir sem níða góða Kristna hegðun okkar verði sér til skammar . 

Ég hvet alla sem Kristnir eru að stiga fram að djörfung og segja frá fagnaðarerindinu, þeir sem efast um trú okkar eiga rétt að að fá að heyra um það sem við vonum á. 

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Bænaganga 2007

Heil og sæl,

Á laugardaginn fór ég ásamt 3000 öðrum í bænagöngu frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll, tilgangurinn var að biðja gegn öllu myrkri í heiminum.  Minn tilgangur var ekki að biðja gegn einhverju ákveðnu myrkri heldu öllu myrkri sem herjar á fjölskyldur s.s þunglyndi, ofdrykkju eiturlyfjum o.þ.h. Að vanda þegar kristnir kveða sér hljóðs þá byrja þeir sem ekki trúa að útúða því sem við gerum (þetta kallast fordómar) Ég hvert ykkur til að gúggla orðið "bænaganga" og kannið hvort þið fáið sömu tilfinningu.

Ég veit ekki um ykkur en en þegar ég bið þá svarar Drottinn, þegar ég legg hlutina í Hans hendur sé ég vilja Hans, þegar ég les Orðið þá finn ég svör, fyrir mér er TRÚIN á Jesú  rét og eðlileg og það sem lífið snýst um.  Það segir í fyrra bréfi Páls til Korintumanna 1:18 segir "Því að orð krossins er heimska þeim sem sem glatast (sá sem ekki trúir), en oss (sem trúum), sem hólpnir verðum er það kraftur  Guðs.

Fyrir ykkur sem ekki komust í gönguna þá get ég upplýst ykkur að hún verður endurtekið árið 2008.

Í bænagöngu heitt og bað

öllum lausn frá myrkri

Trú mín er að Drottinn það

heyrði svo það birti. 

 

Guð blessi ykkur

Stebbinn

 


Komin úr felum :)

Stebbinn er komin úr felum LoL , nei segi svona er búin að vera latur við bloggið undafarna viku en nú ætla ég að bæta úr því en lofa ekki að blogga á hverjum degi. 

Ég vil þakka öllum sem hafa verið að hvetja mig áfram í blogginu ég er ánægður með að heyra að skrif mín séu trúarleg uppörvun fyrir fólk. 

Af mér er mjög gott að frétta ég bíð spenntur eftir golf sumrinu ég fór meira að segja mínu fyrstu holur í gær.  Völlurinn var ekki neitt annað drulla en samt þetta gaf fýlinginn

Á morgun er síðasta Alfa kvöldið í þessari atrennu, ég er rosalega ánægður og sáttu með hópinn okkar enda hefur hver og einn einasti sem í honum er náð trúarlegum vexti.  Hópurinn hefur náð mjög vel saman ég trúi því að þetta sé upphafið af langri göngu margra með Guði.  Ég vill nota hér tækifærið og hvetja þá sem í hópnum eru að halda ótrauð áfram að vaxta í trúnni það borgar sig og munið að þið uppskerið eins og þið sáið. 

Hér er ein vísa í tilefni dagsins

Á kvalar krossinn þeir settu hann,

skuld mína hann greiddi.

Hann glaður sýndi kærleikann,

frá syndum fólk hann leiddi.

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.
Jes 44:5

Guð blessi þig

Stebbinn

 


Af hverju að segja frá fagnaðarerindinu ?

Já þvílík dýrð að fá kærleika og handleiðslu Jesú inn í sitt líf ég vildi að þetta hefði komið mun fyrr inn í mitt líf.  Það er milikvægt að boða fagnaðarerindið til allra manna. Hér er fjórði hluti af fimm um nálgun mína og upplifun við frelsisverkið.

 

Af hverju að segja frá fagnaðarerindinu ?

Ég vísa hér aftur í reynslusporin sem ég tel vera gjöf frá Guði, í 12 sporinu er sagt svo,

"Við fundum að sá árangur sem náist með hjálp  reynslusporanna var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum megin reglum í lífi okkar og starfi. Þetta færi ég yfir á fagnaðarerindið hiklaust

Jesús bað okkur um það 233 sinnum í NT að boða fagnaðarerindið, Farið til hinna týndu sauða, Farið og segið segir hann, Farið og bjóðið öllum, Farið og göjrið allar þjóðir að mínum lærisveinum.

Matt 28: 18-19 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,  

Værum við stödd í eyðimörk og vissum um vatn, væri það hámark eigingirnarinnar að segja ekki frá því svo þeir sem í kringum okkur væri gætu svalað þorstanum.  Jesús einn getur svalað þeim þorsta sem konur og karlar bera í hjarta sér.

Við segjum frá Jesús vegna þess að við höfum uppgötvað lífið sjálft og finnst við verða að segja örðum frá því.  Ef við heyrum góðar fréttir viljum við segja öðrum frá. Við verðum samt að vera varkár þegar við segjum frá megum ekki vera of áköf og taka of stór skref við lærum smámsaman og á hinn bógin megum við passa okkur á því að vera of varkár og hrædd að gera mistök, hafið þetta einfalt.

Matt 5:13-16 13 Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. 14 Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. 15 Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. 16 Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum

Við komum fagnaðarerindinu best til skila með því að lifa því í návist þeirra sem í kringum okkur eru. Slíkt líf setur vissan þrýsting á þá sem við umgöngumst . Ef við tölum sífelt um trú okkar getur það virkað fráhrindandi. En ef fólk tekur eftir því að við erum samkvæm sjálfum okkur heiðralega sönn og vinnum vel, og á okkur sé treystandi, forðumst kjaftagang og leitumst við að hvetja aðra og hugga, hefur það áhrif til góðs.

Mannakorn fyrir daginn í dag finnur þú hér

Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, ...
1.Pét 1:3-4

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Handleiðsla Guðs

Nú held ég áfram að upplýsa ykkur um þá leið sem ég fór til að nálgast handleiðslu Guðs, fyrst þurfti ég að nálgast og viðurkenna Guð svo þurfti ég að auðmýkja mig til að sjá handleiðslu Guðs.  Hér er þriðji þátturinn Handleiðsla Guðs, ég vona að þetta hjálpi einhverjum þetta hjálpaði mér sannarlega.

Handleiðsla Guðs

Ég trú því að aðeins með áðurnefnda auðmýkt fá ég að sjá handleiðslu Guðs og komist þar af leiðandi í vitundarsamband við hann sem er öllum æðri. Á Alfa er talað um handleiðslu Guðs þar er m.a sagt.  Við þurfum ekki að óttast, hann elskar okkur og þráir að allir hlutir samverki okkur til góðs.

Páll segir í Róm 12:2 Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna." Já Guð vilji er sannalega þess að eftir honum sér sótt.

Jer 29:11. 11 Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður _ segir Drottinn _ fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

"Er þér ekki ljóst segir Drottinn að ég hef frábærar áætlun um líf þitt. Og hef lokið öllum undirbúningi"- þetta hróp kemur úr djúpi hjarta hans, því hann þekkir óhamingju, sem fólk hefur komið sér í , þegar það skytir ekki um áform hans. Allt í kringum okkur sjáum við einstaklinga sem hafa flækt lif sitt og við þekkjum það sama frá okkar eigin lífi. Ef við viljum komast að, hvað Guð hefur í hyggju varðandi okur, verðum við að spyrja hann fyrst.

Guð varar okkur við að henda okkur út í hvað sem er án þess að spyrja hann. Við förum villur vega af því við leitum ekki ráða hjá föður okkar. Guð leiðir okkur þegar við erum fús til að gera vilja hans í stað þess ákveða að halda okkar eigin leiðir.

Luk 4:1 En Jesús sneri aftur frá Jórdan, fullur af heilögum anda. Leiddi andinn hann um óbyggðina, "við eigum að leitast við að láta heilagan anda leiða okkur"

Ef 6:11-16:  11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13 Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. 14 Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15 og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16 Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17 Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18 Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.

Mannakorn dagsins finnur þú hér

En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli,til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, og vér fengjum barnaréttinn.
Gal 4:4-5

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Jákvæður boðskapur á föstudegi.

Hæ, hér er ein saga troðfull af boðskap, já nú áttu þú valið kæri vinur.

 Stutt saga um það hvernig þú getur breytt aðstæðum:

"Jón vinur minn er rekstrarstjóri á veitingastað. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar einhver spyr hann hvernig hann hafi það, þá svara hann alltaf, "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar !".

Margir þjónar á veitingastöðunum sem hann hefur unnið á, hafa skipt um vinnustað, svo þeir gætu fylgt honum þegar hann hefur skipt um vinnustað. Ástæðan er jákvæða viðmótið hjá Jóni og hversu hvetjandi hann er alltaf. Ef einhver starfsmaðurinn átti slæman dag, þá var Jón mættur, talandi um hvernig hægt væri að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu.

 Ég tók eftir þessu og það vakti forvitni mína, svo einn daginn fór ég til Jóns og spurði hann, "Ég næ þessu ekki, enginn getur verið svona jákvæður,alla daga,  öllum stundum. Hvernig ferðu að þessu ?" "Sjáðu nú til" svaraði Jón, "á hverjum morgni þegar ég vakna og segi við sjálfan mig, í dag á ég tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi. Ég vel alltaf að vera í góðu skapi.

Í hvert skipti þegar eitthvað slæmt kemur fyrir, get ég valið að verða fórnarlambið eða ég get valið að læra eitthvað á þessu atviki.  Ég vel alltaf að læra eitthvað Í hvert skipti sem einhver kemur til mín kvartandi, get ég valið að samþykkja þeirra kvartanir eða ég get bent á jákvæðu hliðarnar á málinu og lífinu sjálfu. Ég vel alltaf jákvæðu hliðarnar.""Já, en það er nú ekki alltaf auðvelt" mótmælti ég. "Jú það er það" sagði Jón. "Lífið snýst allt um valkosti. Þegar þú ert búinn að sneiða í burtu allan óþarfann, þá eru valkostir í hverri stöðu.Þú velur hvernig þú bregst við þessari stöðu. Þú velur hvernig aðrir hafa áhrif á þitt skap. Þú velur að vera í góðu skapi eða vondu skapi. Það er þinn valkostur hvernig þú lifir þínu lífi.

Nokkrum árum seinna frétti ég, að Jón hefði af slysni gert nokkuð sem á aldrei að gera í veitingageiranum, hann skildi lagerdyrnar eftir opnar eitt kvöldið og var rændur af þremur vopnuðum mönnum.  Á meðan að hann var að reyna að opna peningaskápinn, skjálfhentur og sveittur runnu hendur hans af talnalásnum, ræningjana greip skyndireiði og þeir skutu hann. Sem betur fer fannst Jón fljótlega og var strax komið á spítala. Eftir 18 klukkustunda skurðaðgerð og margar vikur í gjörgæslu, var Jón útskrifaður af spítalanum með byssukúlubrot ennþá í líkama hans.

Ég hitti Jón um það bil sex mánuðum eftir slysið. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, svaraði hann ", "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar ! Viltu sjá örin mín ?"Ég hafði ekki áhuga á því, en spurði hvaða hugsanir hann hefði haft meðan að ránið átti sér stað".Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði átt að læsa lagerdyrunum. "Svaraði hann. "Síðan eftir þeir skutu mig, á meðan ég lá á gólfinu,mundi ég að ég átti tvo valkosti. Ég gat valið að lifa eða ég gat valið að deyja. Ég valdi að lifa.

Varstu ekki hræddur ?" spurði ég. Jón hélt áfram "Fólkið í sjúkraliðinu var frábært. Þau sögðu mér aftur og aftur að þetta yrði allt í lagi. En þegar mér var rúllað inná neyðarvaktina og ég sá á svipnum á læknunum og hjúkrunarfólkinu, þá varð ég verulega hræddur. Í augum þeirra las ég. "Þessi er dauðans matur". Þá vissi ég að ég yrði að gera eitthvað"."Og hvað gerðirðu ?" spurði ég."Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona kallandi til mín"sagðihann."Hún spurði hvort ég hefði ofnæmi fyrir einhverju." "Já, svaraði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hættu að vinna, litu upp og biðu eftir framhaldinu". Ég dró djúpt andann og öskraði, 'Byssukúlum !'

Á meðan þau hlógu, sagði ég þeim að 'ég kysi að lifa. gerið þið það að framkvæma aðgerðina eins og ég sé lifandi, en ekki dauður." Jón lifði þetta af vegna hæfileika læknanna, en líka vegna hans einstaka viðmóts. Ég lærði af honum að á hverjum degi getum við valið að njóta lífsins eða hata það. Það eina sem er raunverulega þitt, sem enginn á að geta stjórnað nema þú, eða tekið frá þér, er þitt viðmót, svo þú skalt faravel með það og allt annað í lífinu mun verða miklu auðveldara. -

Nú hefur þú um tvo valkosti að velja :

1. Þú getur gleymt þessari sögu eða

2. Þú getur sagt hana einhverjum sem þér þykir vænt um.-

Ég vona að þú veljir síðari valkostinn, það gerði ég

 

 Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín!
Harm 3:22

 

Guð blessi ykkur

Stebbin


Auðmýkt opnar leiðir

það er mín reynsla að auðmýkt færir mann á áætlun Guð (já Guð hefur áætlun með þig), hér er framhald frá því í gær og von er á meira efni á næstunni þessu tengt.  Föstudagar eru þó léttir að vanda.

Auðmýkt.

Mér var sagt að beygja mig fyrir Guði og fara á kné og biðja, mér fannst það nú hendur langt gengið en þá var mér sagt að sennilega kæmi kraftur Guðs í gegnum kné sem beygðu sig og bæðu um lausn hanz.

Ég finn fyrir því þegar ég næ að vera auðmjúkur að þá líður mér mun betur en ef ég er í  hrokanu. Ég veit að Guð vill að ég auðmyki mig fyrir hann já honum til dýrðar.

Ef ég leitast við að lesa Guðs orð og´og einbeiti mer að því að vera heiðarlegur þá næ ég að hafa hugann við aðmýktina og næ að vera í henni.  En um leið og ég fjarlægist þá koma gömlu taktarnir upp hrokinn og allt það leiðindar dæmi.

Svo segir hin helga Bók,

Sálm 69:33 Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast, þér sem leitið Guðs _ hjörtu yðar lifni við.

Fil 2:9-11" 9"Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, 10 til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu 11 og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. Orð 18:12"Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar."

Kol 3:12 "Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.

Matt 23:12 Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða

Jes 38:15 Hvað á ég að segja? Hann talaði til mín og efndi sín orð. Í auðmýkt vil ég ganga alla mína lífdaga, því minni sálarangist er létt.

Ef 4:32 Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

Sál 86:5 Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.
Hebr 12:2

Guð blessi ykkur

Stebbinn


Fjarlægur Guði

Fyrir nokkrum mánuðum setti ég á blað pælingar mínar um það hvernig ég nálgaðist trú mína á Jesú Krist. Ég ætla að deila þessu með ykkur, þið fáið þetta í skömmtum fyrst er  það hvernig það er að vera fjarlægur Guði.

Vonandi nýtist þetta einhverjum.

Fjarlægur Guði:

Þegar ég var að vinna Reynslusporin AA  þá las ég um mann sem líktist mér að mér fannst hann horkafullur og hræddur og algerlega úrræðalaus með líf sitt.   Ég var á þeim stað sem ég óttaðist mest af öllum stöðum ég var einn og hræddur við allt og alla, ég gat ekki gert neitt í mínum málum ég var ráðþrota og andlega gjaldþrota.

Mér fannst Guð ekki til, hann hafði a.m.k ekki gert neitt fyrir mig en þá kom þessi gullna setning sem er upphafið að minni göngu með Guði Jesús. "Hver ert þú, að geta sagt að Guð sé ekki til ? 

Eins og maðurinn sem ég las um fór að skoða þennan Guð sem talað er um í sporunum og ég fór að hugsa um alla sem trúðu á Guð og hvort þetta fólk hefði virkilega allt á röngu að standa um Guð.

Mér fannst ég ekki eiga skilið að vera eins né neins, mér fannst ég enskis virði, engin hafði sagt við mig að Jesú Kristur hafi dáið fyrir mínar syndir ég hélt auðvita að ég yrði með þær á bakinu það sem eftir væri, mér fannst ég ekki verðskulda neitt frá honum..

Orð 15:29 "Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann.

Bréf Páls til Títusar 3:6-7 Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, 7 til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

Ég fór að trúa á mátt mér æðri sem ég þekki í dag sem Jesús.  Ég fór að læra um Jesús já  mig þyrsti eftir lausn hans ég hafði fundið bragði og ég vildi meira. 

Ég lifði í dimmum dal en nú veit ég að Jesús er vegurinn , sannleikurinn og lífið.  Við erum sköpuð í  Guðs mynd en sú mynd er óhrein fyrir synd og þess vegan hafa menn tilhneyingu til hins illa.

Gott og illt,styrkur og veikleiki eru í öllum mönnum. Sagt er að "Skilin milli góðs og ills liggur ekki milli ríkja, stétta né stjórnmálaflokka  heldur þvert í gegnum sérhvert mannlegt hjarta."

Við verðum bara að leggja líf okkar í Guðs hendur og vanda til sérhverra verka.

Post 2:39 Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.``

Sám 27:8 Mér er hugsað til þín, er sagðir: ,,Leitið auglitis míns!`` Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn.

Sál  105:4 Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.

 

Jak 4:8 Nálægið yður Guði, þá mun Guð nálgast yður.

 Mannakorn fyrir dagin í dag er að finna hér.

Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.
Ef 2:10

Guð blessi ykkur 

Stebbinn

 


Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört og þú ert í honum.

Yndislegur dagur finst ykkur ekki ? ég bara spyr hvað er hægt að hafa þetta betra ? ég er glaður já glaður í drottni og það þykir mér bara hið besta mál.

Ég er glaður yfir því að í dag hef ég möguleik á að gera rétt og það sem er Drottni þóknarlegt.  Þið takið eftir að ég á möguleika á þessu og sem betur fer þá vel ég yfirleitt réttu leiðina.  En stundum þá vel hinn möguleikan þá verð ég ósjálfrátt óánægður og finn mikla þörf fyrir að bæta brot mitt. 

Hugsið ykkur hvað það er auðvelt að eignast svona líf; líf í fullri gnægð, Það eina sem þarf að gera er að trúa með hjartanu og játa með munninum að Jesús er Drottinn. Biblían segir að játir þú Jesús sem frelsara þá munu fyrirheitin sem er að finna í orðinu veitast þér og meira til. 

Öllum stendur til boða líf í fullri gnægð, kostar ekkert gjaldið hefur verið greitt.

Orð dagsins eiga vel við.

Því að augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans.
Job 34:21

Guð blessi ykkur og varðveiti

Stebbinn


Sammála um að vera ósammála.

Ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að boðskap míns bezta vininar Jesú Kristi enda ekki við því að búast.  Ég er hér með  sáttarboð til þeirra blogverja sem hafa látið sig málið varða, getum við verið sammála um að vera ósammála ?

Við í Hvítasunnukirkjuni erum lærisveinar Krist og boðum orði krossins, orð krossins er heimska þeim sem ekki trúir, við munum aldrei troða því inn í líf ykkar enda virkar það ekki þannig.

Mér datt í hug að það gæti verið áhugavert fyrir blogheim og mig auðvita (alltaf að hugsa um sjálfan sig) að ég fari inn á mannakorn og dragi þar orð dagsins, við skulum reyna á þetta, í dag er það 1.Jóh 5:11. 

Orð dagsins:

Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hafi gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans.

Ég hvet alla sem vilja smá hvatningu og uppörfun inn í sitt andlega líf að fara inn á mannakorn.

Stebbinn


Næsta síða »

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband