Afsakið mig, kæru vinir

Bið ykkur afsökunar á því að ég hef ekki bloggað neitt undanfarna daga, í sannleika sagt þá datt ég í dimman dal og var i engu stuði til að blogga.   Ég hvatti ykkur á föstudaginn til að vera jákvæð en fer svo í hina áttina sjálfur manni er varla bjargandi?

Mér hefur ekki liðið vel síðustu dagana, ég hef loka á alla konuna,börnin og vinina , vill helst ekki koma út úr þessu svartnætti því þá þarf ég að horfast í augu við staðreyndir um mig sjálfan.

Auðvita spyrja allir konan,börnin og vinir mínir hvað er að ég á ekki svör handa þeim því ég veit ekki hvað er að annað en egóið mitt særðist  Ég er löngu búin að átta mig á því að ég hef marga bresti og á mínu verstu stundum þá blómstra þeir sem aldrei fyrr.

Ég bið konuna, börnin og vini mína afsökunar og lofa að reyna að bæta mig í mannlegum samskiptum með hjálp Guðs.

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér 

Því að það var Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig, er hann tilreiknaði þeim ekki afbrot þeirra og fól oss að boða orð sáttargjörðarinnar.
2.Kor 5:19 
 

Stebbinn

 


Verum jákvæð.

Í morgun gerðist það aftur,  ég fór ekki ræktina ég svaf og svaf ég hreinlega verð að gera eitthvað í málunum.  Ég setti mér það markmið að mæta alla virka daga kl 06:30 og taka á því í ca 50 mín, eftir það er það gufan. Í gufunni gefst venjulega gott næði til bæna sem ég nýti mér gjarna, ég bið fyrir þér og mér, ég bið fyrir vinum og óvinum, ég bið fyrir ríkistjórn og stjórnarandstöðu já ég bið Drottinn um blessun og vernd ég þakka Drottni fyrir allt.

Í dag fór ég á AA fund eftir nokkrar vikur án AA þetta er ekki sniðugt fyrir alka eins og mig ég verð að fá þetta meðal annars fer illa fyrir mér  Ég lít svo á að AA samtökin séu gjöf frá Guði sem ætluð er mér og öðrum með sama sjúkdóm.  Í AA fæ ég bót meina minna og hugsanir mínar ná fókus því hausinn á mér er stundum fullur af rugli.  Í kirkjunni fæ ég það sem ég kýs að kalla kærleikshjarta sem er mér nauðsynleg svo ég virki almennilega í þjóðfélaginu. Þetta er blanda sem gefist hefur vel í mínu lífi.

Mannakorn dagsins finnur þú hér

Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
Fil 2:5

Guð Blessi ykkur

Stebbinn

Að rækta anda, sál og líkama.

Að rækt eitthvað er ávísun á uppskeru,  eftir því sem þú leggur meira á þig því meiri verður uppskeran.  Ég stunda t.d líkamsrækt af miklum áhuga en þarf að leggja meira á mig svo uppsekran verði meiri t.d  í morgun stóð til að mæta kl 06:00 í Laugar til að æfa með vini mínum Páli E Pálsyni en ég bara gat ekki staðið á fætur sorry Palli ( veit að Palli fyrigefur mér :) ég valdi það að sofa áfram.

Sama er það með trúnna á Jesú Krist ef ég legg ekki rækt trúnna með því að lesa orðið og stunda samfélag þá fjarlægist ég Drottinn. Ég fer að taka upp ýmsa gamla siði úr mínu fyrra lífi s.s hroka, ótta og stjórnsemi.  Um leið og ég tek upp þá yðju að rækta samband mitt við Drottinn þá breyist þetta ég fer að fá áhuga á að hjálpa fólki og fæ áhuga að velferð annara og hugsamir mínar breytast úr eigingjörnum hugsunum í kærleikshugsanir.

Góður vinur minn GSAL benti mér réttilega á það að ég hef ekki neitt bloggað um golfíþróttina, ég ætla að bæta úr því hér með.  Með vísan til þess sem er skrifað hér að ofan þá á það sama við hér, ég hef mikin áhuga á golfi en getan er takmörkuð.  Ég sem sagt legg ekki næga rækt við golfið uppskeran er þar með lítil.

Ég fullyrði að þú getur allt sem þú villt ef þú leggur traust þitt á Drottinn og leggur rækt við það sem þú ert að gera.   

lesið þetta:

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða" þetta fyrirheiti sem Drottinn gefur þér.

Mannakorn dagsinns er að finna hér

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
Ef 6:10

Að lokum þá fékk ég þetta sent frá góðum vini míu Jóni Bjarna, ég veit ekki hvernig hann gat nálgast allar mínar hugsanir, en hér er það sem ég hugsa og geri á golfvellinum.

1. Ef þú slærð beint á æfingasvæðinu ertu ekki að miða rétt.
2. Sama hversu illa þú spilar þá muntu eiga eftir að spila verr.
3. Besti hringur þinn mun alltaf verða sá síðasti á undan þeim versta.  Líkurnar á þeim síðari aukast í réttu hlutfalli við fjölda þess fólks sem þú segir frá þeim besta.
4. Hversu slæmt högg sem þú slærð muntu alltaf eiga eftir að slá verra högg.
5. Líkurnar á að toppa höggið aukast í réttu hlutfalli við fjölda áhorfenda.
6. Slæm högg koma alltaf í þrennu.  Fjórða slæma höggið í röð er því fyrsta höggið í þrennu.
7. Í hvert skipti sem kylfingur fær fugl er nauðsynlegt að fá 2 þrefalda skolla í kjölfarið til að minnka ójafnvægið á skorkortinu.
8. Það eru 90% líkur á að þú hittir 5 cm grein á tré en 10% líkur á því að þú hittir 30 m breiða braut.
9. Ekkert lagar illvígt slice eins snögglega og hundslöpp til hægri.
10. Out of bounds er alltaf til hægri, fyrir rétthenta og til vinstri fyrir örvhenta.
11. Veðmál hafa tilhneigingu að stytta drive og lengja pútt.
12. Það fer alltaf að rigna ef þú skilur regnhlífina eftir heima.
13. Röffið verður slegið á morgun.
14. Hrífan er í hinni gryfjunni.
15. Boltinn lendir alltaf þar sem holan var í gær.
16. Bolti sem þú sérð í karganum af 50 metra færi er ekki boltinn þinn.
17. Ef það er bolti á forgríninu og annar í sandgryfjunni átt þú þennan í gryfjunni.  Ef báðir eru í gryfjunni átt þú þann í skófarinu.
18. Það er mótvindur á 16 af 18 holum.
19. Það tekur að minnsta kosti 5 holur að uppgötva að þú hafir týnt kylfu.
20. Sjálfstraust minnkar í réttu hlutfalli við stærð vatnstorfærunnar
21. Sama hversu boltaveiðarinn er langur vantar alltaf fet upp á að hann nái boltanum.
22. Kylfingar sem halda því fram að þeir svindli ekki eru bæði svindlarar og lygarar.
23. Eina örugga leiðin til að ná pari er að skilja meters birdípútt eftir of stutt.
24. Beinasta högg dagsins er alltaf of stutt eða of langt.
25. Ef þú vilt slá jafn langt og Tiger Woods með 7 járni, leggðu þá upp fyrir framan vatnstorfæru.
26.  Golfmót eru hæfileikakeppni þín gegn heppni andstæðinganna.
27. Það er tvennt sem þú getur lært af því að stoppa baksveifluna á toppnum og kanna afstöðu handanna.  Hve margar hendur þú hefur og hvor þeirra er í hanska.
28. Það eina sem þú getur lært af lestri golfbóka er að þú lærir ekkert af lestri golfbóka.  En þú þarft að lesa anskoti mikið af golfbókum til þess.
29. Það sem þú heldur að þú sért að gera vitlaust er það eina sem þú ert að gera rétt
30. Eina breytingin sem þú færð út úr því að fara í golfkennslu er að þetta eina góða sem þú hafðir tilfinningu fyrir í sveiflunni þinni hættir að virka.

Guð Blessi ykkur

Stebbinn


Breiðuvíkur-málið

Ég er nokkurn vegin mát, hvernig má þetta gerast að ungir menn er beittir ofbeldi eins og raun ber vitni. Í marga áratugi voru þeir beittir ofbeldi að verstu gerð, hvernig getur nokkur fengið sig til að gera svona lagað ? Hvernig er hægt að lifa með svona á sálinni ?

Að leiðast af leið eftir aðferðir sem þessar er hreint ekki óeðlilegt og menn eru dæmdir óhæfir í okkar þjóðfélagi, heimurinn (ég og þú) dæmir menn eins og  Lalla J .  Þeir sem eru í sárum leita leita sér huggun, lifsbjargarviðleitni þar á fer segi ég.  Í mörgum tillvikum hjá aðilum tengdum Breiðuvík þá varð flaskan og fíkniefni fyrir valinu, hún var lækningin en sú lækning virkar bara ekki eins og margir vita.

Ein er leið sem græðir sárin en það er leiðin með Jesú, ég veit að sú ferð með svona farangur er ekki auðveld. Ég hvet alla sem lent hafa í málum sem þessum að snúa snúa sér til Jesú hann læknar öll sár.

Að lokum langar mig að biðja þig að biðja fyrir öllum þeim sem tengast Breiðuvík, máttur bænarinnar er mikill.

Mannakorn er að finna hér

Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.
Jóh 10:27-28

Stebbinn


Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört og þú ert í honum.

Yndislegur dagur finst ykkur ekki ? ég bara spyr hvað er hægt að hafa þetta betra ? ég er glaður já glaður í drottni og það þykir mér bara hið besta mál.

Ég er glaður yfir því að í dag hef ég möguleik á að gera rétt og það sem er Drottni þóknarlegt.  Þið takið eftir að ég á möguleika á þessu og sem betur fer þá vel ég yfirleitt réttu leiðina.  En stundum þá vel hinn möguleikan þá verð ég ósjálfrátt óánægður og finn mikla þörf fyrir að bæta brot mitt. 

Hugsið ykkur hvað það er auðvelt að eignast svona líf; líf í fullri gnægð, Það eina sem þarf að gera er að trúa með hjartanu og játa með munninum að Jesús er Drottinn. Biblían segir að játir þú Jesús sem frelsara þá munu fyrirheitin sem er að finna í orðinu veitast þér og meira til. 

Öllum stendur til boða líf í fullri gnægð, kostar ekkert gjaldið hefur verið greitt.

Orð dagsins eiga vel við.

Því að augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans.
Job 34:21

Guð blessi ykkur og varðveiti

Stebbinn


Sammála um að vera ósammála.

Ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að boðskap míns bezta vininar Jesú Kristi enda ekki við því að búast.  Ég er hér með  sáttarboð til þeirra blogverja sem hafa látið sig málið varða, getum við verið sammála um að vera ósammála ?

Við í Hvítasunnukirkjuni erum lærisveinar Krist og boðum orði krossins, orð krossins er heimska þeim sem ekki trúir, við munum aldrei troða því inn í líf ykkar enda virkar það ekki þannig.

Mér datt í hug að það gæti verið áhugavert fyrir blogheim og mig auðvita (alltaf að hugsa um sjálfan sig) að ég fari inn á mannakorn og dragi þar orð dagsins, við skulum reyna á þetta, í dag er það 1.Jóh 5:11. 

Orð dagsins:

Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hafi gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans.

Ég hvet alla sem vilja smá hvatningu og uppörfun inn í sitt andlega líf að fara inn á mannakorn.

Stebbinn


Jesús Kristur er upprisinn !

Sæl og blessuð,

Ég átti svo sem von á því að fá viðbrögð við þvi að segjast vera ofsatrúarmaður (samkvæmt skilgreiningu SÁÁ) og það gekk eftir.  Mér var sagt að einum bloggara að ef ég aðhlyntist trúarsamþykktum Hvítasunnumanna þá væri ég trúarosftækismaður, þar hafiðþið það.  Greinilegt að sumir hafa ekki lært heima trúarjátning okkar er einföld "Jesús er Drottinn" minni á að þeir sem fermast játi því sama, meira trúarofstækið þar eða hvað .

Fyrir þá sem vilja þá er hér linkur á samþykktir okkar Hvítasunnumanna Smile

trú okkar og samþykktir

Mér hefur einnig verið bent á það að kristinir séu í minnuhluta íslensku þjóðarinna það eru fréttir, ég hef greinilega ekki lært heima :)

En ég vill auðvita bara að hver og einn leiti  fyrir sig, það er ekki hugsunin hér að finna fyrir aðra eða að segja öðrum fyrir verkum, ég hef fundið, knúið á og ég er að uppskera.

Ég ætla ekki að fara nánar út í Vinaleiðina að örðu leyti en því að benda á þá sjálfsögðu þjónustu að hlusta á ungviðið hver veit hvað liggur niður grafið ? Bendi á umfjöllun í DV og fleirri fjölmiðlum, nú tala allir um að bezt hefði verið að skoða grunsemdir sem upp komu í því máli á sínum tíma.

Stebbinn

 


Flensa og Gospel-Spinning

Og ég sem verð "aldrei veikur "er búin að liggja síðan á mánudaginn veikur.  Þessi líka rosalega flensa hófst með miklum beinverkjum og hita 38,8 í 2,5 daga, síðan tók við hálsbólga og kvef. Ég er samt allur að koma til og ætla jafnvel að skella mér í Gospel-Spinning í Laugum í dag.

Já það er von þú spyrjir Gospel-Spinning hvað er það ? Hér er á ferðinni þrekhringur og spinning sem vinur minn hann Bubbi hefur sett saman.  Gaman að fylgjast með Bubba ekkert nema ánæjan þegar hann er að þjóna frábær strákur Guð Blessi hann.

Annars var ég varla búin að kynna mig og þær áætlanir sem ég hef með þessari síðu.  Hugmyndin mín er að vera með fréttatengdar pælingar og skoðun  trúofstækis manns já ég er Hvítasunnumaður og þar með trúar ofstækismaður samkvæmt skilgreiningu SÁÁ.

Stebbinn


Trúboðar veikja stoðir ...

Ég var að lesa grein í FB í mogun eftir móðir sem hefur lítið að klagað upp á Þjóðkirkjunna enda er hún ekki í henni og ég ekki heldur reyndar.  Þessi ágæta kona sér allt svart yfir því að hún Jóna Hrönn og þjóðjirkjan hafa sett af stað svo kallaða vinarleið. 

Ég hef verið að reyna að skilja þetta í allan dag hvað er svona hræðilegt við þessa vinaleið.  Ég hef svo sem ekki kynnt mér aðferðina við kennsluna en ég geri ráð fyrir að kennt sé undirstaða kristinnar trúar þ.e.a.s. um  KÆRLEIKANN.

Hvað er svona slæmt við það að vera með kennslu um kristna trú í skólum hjá þjóð það sem yfir 90% trúa á Jésú Krist ? Í grunskólum á Íslandi er trúarbragðafræðsla en það sem vinarleið gangur út á er trúin á að kærleikurinn er ........... málið Jesús er kærleikur. (er ekki að segja að aðrir truarhópar boði ekki kærleika einnig )

Ég segi fyrir mig ef það er eitt barn sem þessi leið getur bjargað frá glötun þá er vel af stað farið. En ég segi svo sem líka að ef Vinaleiðinn er foreldrum ekki að skapi þá ætti þeim verafrjálst að hafna henni fyrir hönd barna sinna.

Auðvita villja allir að börnin sín fái réttar upplýsingar um lífið og tilveruna, er ekki betra að börn færðist um Jesú Krist frekar en að velkjast kannski í heimi eineltis ?

Auður Lilja auðvita átt þú þinn rétt en það eiga hinir líka

stebbinn


« Fyrri síða

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 301

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband