7.3.2007 | 10:14
Fjarlægur Guði
Fyrir nokkrum mánuðum setti ég á blað pælingar mínar um það hvernig ég nálgaðist trú mína á Jesú Krist. Ég ætla að deila þessu með ykkur, þið fáið þetta í skömmtum fyrst er það hvernig það er að vera fjarlægur Guði.
Vonandi nýtist þetta einhverjum.
Fjarlægur Guði:
Þegar ég var að vinna Reynslusporin AA þá las ég um mann sem líktist mér að mér fannst hann horkafullur og hræddur og algerlega úrræðalaus með líf sitt. Ég var á þeim stað sem ég óttaðist mest af öllum stöðum ég var einn og hræddur við allt og alla, ég gat ekki gert neitt í mínum málum ég var ráðþrota og andlega gjaldþrota.
Mér fannst Guð ekki til, hann hafði a.m.k ekki gert neitt fyrir mig en þá kom þessi gullna setning sem er upphafið að minni göngu með Guði Jesús. "Hver ert þú, að geta sagt að Guð sé ekki til ?
Eins og maðurinn sem ég las um fór að skoða þennan Guð sem talað er um í sporunum og ég fór að hugsa um alla sem trúðu á Guð og hvort þetta fólk hefði virkilega allt á röngu að standa um Guð.
Mér fannst ég ekki eiga skilið að vera eins né neins, mér fannst ég enskis virði, engin hafði sagt við mig að Jesú Kristur hafi dáið fyrir mínar syndir ég hélt auðvita að ég yrði með þær á bakinu það sem eftir væri, mér fannst ég ekki verðskulda neitt frá honum..
Orð 15:29 "Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann.
Bréf Páls til Títusar 3:6-7 Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, 7 til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.
Ég fór að trúa á mátt mér æðri sem ég þekki í dag sem Jesús. Ég fór að læra um Jesús já mig þyrsti eftir lausn hans ég hafði fundið bragði og ég vildi meira.
Ég lifði í dimmum dal en nú veit ég að Jesús er vegurinn , sannleikurinn og lífið. Við erum sköpuð í Guðs mynd en sú mynd er óhrein fyrir synd og þess vegan hafa menn tilhneyingu til hins illa.
Gott og illt,styrkur og veikleiki eru í öllum mönnum. Sagt er að "Skilin milli góðs og ills liggur ekki milli ríkja, stétta né stjórnmálaflokka heldur þvert í gegnum sérhvert mannlegt hjarta."
Við verðum bara að leggja líf okkar í Guðs hendur og vanda til sérhverra verka.
Post 2:39 Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.``
Sám 27:8 Mér er hugsað til þín, er sagðir: ,,Leitið auglitis míns!`` Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn.
Sál 105:4 Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.
Jak 4:8 Nálægið yður Guði, þá mun Guð nálgast yður.
Mannakorn fyrir dagin í dag er að finna hér.
Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.
Ef 2:10
Guð blessi ykkur
Stebbinn
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 8.3.2007 kl. 17:50 | Facebook
Um bloggið
Stefán Garðarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.