Auðmýkt opnar leiðir

það er mín reynsla að auðmýkt færir mann á áætlun Guð (já Guð hefur áætlun með þig), hér er framhald frá því í gær og von er á meira efni á næstunni þessu tengt.  Föstudagar eru þó léttir að vanda.

Auðmýkt.

Mér var sagt að beygja mig fyrir Guði og fara á kné og biðja, mér fannst það nú hendur langt gengið en þá var mér sagt að sennilega kæmi kraftur Guðs í gegnum kné sem beygðu sig og bæðu um lausn hanz.

Ég finn fyrir því þegar ég næ að vera auðmjúkur að þá líður mér mun betur en ef ég er í  hrokanu. Ég veit að Guð vill að ég auðmyki mig fyrir hann já honum til dýrðar.

Ef ég leitast við að lesa Guðs orð og´og einbeiti mer að því að vera heiðarlegur þá næ ég að hafa hugann við aðmýktina og næ að vera í henni.  En um leið og ég fjarlægist þá koma gömlu taktarnir upp hrokinn og allt það leiðindar dæmi.

Svo segir hin helga Bók,

Sálm 69:33 Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast, þér sem leitið Guðs _ hjörtu yðar lifni við.

Fil 2:9-11" 9"Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, 10 til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu 11 og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn. Orð 18:12"Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar."

Kol 3:12 "Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.

Matt 23:12 Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða

Jes 38:15 Hvað á ég að segja? Hann talaði til mín og efndi sín orð. Í auðmýkt vil ég ganga alla mína lífdaga, því minni sálarangist er létt.

Ef 4:32 Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

Sál 86:5 Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig

Mannakorn fyrir daginn í dag er að finna hér

Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.
Hebr 12:2

Guð blessi ykkur

Stebbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband