8.2.2007 | 10:42
Að rækta anda, sál og líkama.
Að rækt eitthvað er ávísun á uppskeru, eftir því sem þú leggur meira á þig því meiri verður uppskeran. Ég stunda t.d líkamsrækt af miklum áhuga en þarf að leggja meira á mig svo uppsekran verði meiri t.d í morgun stóð til að mæta kl 06:00 í Laugar til að æfa með vini mínum Páli E Pálsyni en ég bara gat ekki staðið á fætur sorry Palli ( veit að Palli fyrigefur mér :) ég valdi það að sofa áfram.
Sama er það með trúnna á Jesú Krist ef ég legg ekki rækt trúnna með því að lesa orðið og stunda samfélag þá fjarlægist ég Drottinn. Ég fer að taka upp ýmsa gamla siði úr mínu fyrra lífi s.s hroka, ótta og stjórnsemi. Um leið og ég tek upp þá yðju að rækta samband mitt við Drottinn þá breyist þetta ég fer að fá áhuga á að hjálpa fólki og fæ áhuga að velferð annara og hugsamir mínar breytast úr eigingjörnum hugsunum í kærleikshugsanir.
Góður vinur minn GSAL benti mér réttilega á það að ég hef ekki neitt bloggað um golfíþróttina, ég ætla að bæta úr því hér með. Með vísan til þess sem er skrifað hér að ofan þá á það sama við hér, ég hef mikin áhuga á golfi en getan er takmörkuð. Ég sem sagt legg ekki næga rækt við golfið uppskeran er þar með lítil.
Ég fullyrði að þú getur allt sem þú villt ef þú leggur traust þitt á Drottinn og leggur rækt við það sem þú ert að gera.
lesið þetta:
"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða" þetta fyrirheiti sem Drottinn gefur þér.
Mannakorn dagsinns er að finna hér
Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
Ef 6:10
Að lokum þá fékk ég þetta sent frá góðum vini míu Jóni Bjarna, ég veit ekki hvernig hann gat nálgast allar mínar hugsanir, en hér er það sem ég hugsa og geri á golfvellinum.
1. Ef þú slærð beint á æfingasvæðinu ertu ekki að miða rétt.
2. Sama hversu illa þú spilar þá muntu eiga eftir að spila verr.
3. Besti hringur þinn mun alltaf verða sá síðasti á undan þeim versta. Líkurnar á þeim síðari aukast í réttu hlutfalli við fjölda þess fólks sem þú segir frá þeim besta.
4. Hversu slæmt högg sem þú slærð muntu alltaf eiga eftir að slá verra högg.
5. Líkurnar á að toppa höggið aukast í réttu hlutfalli við fjölda áhorfenda.
6. Slæm högg koma alltaf í þrennu. Fjórða slæma höggið í röð er því fyrsta höggið í þrennu.
7. Í hvert skipti sem kylfingur fær fugl er nauðsynlegt að fá 2 þrefalda skolla í kjölfarið til að minnka ójafnvægið á skorkortinu.
8. Það eru 90% líkur á að þú hittir 5 cm grein á tré en 10% líkur á því að þú hittir 30 m breiða braut.
9. Ekkert lagar illvígt slice eins snögglega og hundslöpp til hægri.
10. Out of bounds er alltaf til hægri, fyrir rétthenta og til vinstri fyrir örvhenta.
11. Veðmál hafa tilhneigingu að stytta drive og lengja pútt.
12. Það fer alltaf að rigna ef þú skilur regnhlífina eftir heima.
13. Röffið verður slegið á morgun.
14. Hrífan er í hinni gryfjunni.
15. Boltinn lendir alltaf þar sem holan var í gær.
16. Bolti sem þú sérð í karganum af 50 metra færi er ekki boltinn þinn.
17. Ef það er bolti á forgríninu og annar í sandgryfjunni átt þú þennan í gryfjunni. Ef báðir eru í gryfjunni átt þú þann í skófarinu.
18. Það er mótvindur á 16 af 18 holum.
19. Það tekur að minnsta kosti 5 holur að uppgötva að þú hafir týnt kylfu.
20. Sjálfstraust minnkar í réttu hlutfalli við stærð vatnstorfærunnar
21. Sama hversu boltaveiðarinn er langur vantar alltaf fet upp á að hann nái boltanum.
22. Kylfingar sem halda því fram að þeir svindli ekki eru bæði svindlarar og lygarar.
23. Eina örugga leiðin til að ná pari er að skilja meters birdípútt eftir of stutt.
24. Beinasta högg dagsins er alltaf of stutt eða of langt.
25. Ef þú vilt slá jafn langt og Tiger Woods með 7 járni, leggðu þá upp fyrir framan vatnstorfæru.
26. Golfmót eru hæfileikakeppni þín gegn heppni andstæðinganna.
27. Það er tvennt sem þú getur lært af því að stoppa baksveifluna á toppnum og kanna afstöðu handanna. Hve margar hendur þú hefur og hvor þeirra er í hanska.
28. Það eina sem þú getur lært af lestri golfbóka er að þú lærir ekkert af lestri golfbóka. En þú þarft að lesa anskoti mikið af golfbókum til þess.
29. Það sem þú heldur að þú sért að gera vitlaust er það eina sem þú ert að gera rétt
30. Eina breytingin sem þú færð út úr því að fara í golfkennslu er að þetta eina góða sem þú hafðir tilfinningu fyrir í sveiflunni þinni hættir að virka.
Guð Blessi ykkur
Stebbinn
Um bloggið
Stefán Garðarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt að sjá að þú ert enn að í golfinu og hvaða hugarfar þú hefur gagnvart eigin getu. Þetta er heldur ekki spurning um að vera pro heldur að vera með. Kveðja, Einar Lee
Einar Lee (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.