Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jesús Kristur er upprisinn !

Sæl og blessuð,

Ég átti svo sem von á því að fá viðbrögð við þvi að segjast vera ofsatrúarmaður (samkvæmt skilgreiningu SÁÁ) og það gekk eftir.  Mér var sagt að einum bloggara að ef ég aðhlyntist trúarsamþykktum Hvítasunnumanna þá væri ég trúarosftækismaður, þar hafiðþið það.  Greinilegt að sumir hafa ekki lært heima trúarjátning okkar er einföld "Jesús er Drottinn" minni á að þeir sem fermast játi því sama, meira trúarofstækið þar eða hvað .

Fyrir þá sem vilja þá er hér linkur á samþykktir okkar Hvítasunnumanna Smile

trú okkar og samþykktir

Mér hefur einnig verið bent á það að kristinir séu í minnuhluta íslensku þjóðarinna það eru fréttir, ég hef greinilega ekki lært heima :)

En ég vill auðvita bara að hver og einn leiti  fyrir sig, það er ekki hugsunin hér að finna fyrir aðra eða að segja öðrum fyrir verkum, ég hef fundið, knúið á og ég er að uppskera.

Ég ætla ekki að fara nánar út í Vinaleiðina að örðu leyti en því að benda á þá sjálfsögðu þjónustu að hlusta á ungviðið hver veit hvað liggur niður grafið ? Bendi á umfjöllun í DV og fleirri fjölmiðlum, nú tala allir um að bezt hefði verið að skoða grunsemdir sem upp komu í því máli á sínum tíma.

Stebbinn

 


Flensa og Gospel-Spinning

Og ég sem verð "aldrei veikur "er búin að liggja síðan á mánudaginn veikur.  Þessi líka rosalega flensa hófst með miklum beinverkjum og hita 38,8 í 2,5 daga, síðan tók við hálsbólga og kvef. Ég er samt allur að koma til og ætla jafnvel að skella mér í Gospel-Spinning í Laugum í dag.

Já það er von þú spyrjir Gospel-Spinning hvað er það ? Hér er á ferðinni þrekhringur og spinning sem vinur minn hann Bubbi hefur sett saman.  Gaman að fylgjast með Bubba ekkert nema ánæjan þegar hann er að þjóna frábær strákur Guð Blessi hann.

Annars var ég varla búin að kynna mig og þær áætlanir sem ég hef með þessari síðu.  Hugmyndin mín er að vera með fréttatengdar pælingar og skoðun  trúofstækis manns já ég er Hvítasunnumaður og þar með trúar ofstækismaður samkvæmt skilgreiningu SÁÁ.

Stebbinn


« Fyrri síða

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 289

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband