Bænaganga 2007

Heil og sæl,

Á laugardaginn fór ég ásamt 3000 öðrum í bænagöngu frá Hallgrímskirkju og niður á Austurvöll, tilgangurinn var að biðja gegn öllu myrkri í heiminum.  Minn tilgangur var ekki að biðja gegn einhverju ákveðnu myrkri heldu öllu myrkri sem herjar á fjölskyldur s.s þunglyndi, ofdrykkju eiturlyfjum o.þ.h. Að vanda þegar kristnir kveða sér hljóðs þá byrja þeir sem ekki trúa að útúða því sem við gerum (þetta kallast fordómar) Ég hvert ykkur til að gúggla orðið "bænaganga" og kannið hvort þið fáið sömu tilfinningu.

Ég veit ekki um ykkur en en þegar ég bið þá svarar Drottinn, þegar ég legg hlutina í Hans hendur sé ég vilja Hans, þegar ég les Orðið þá finn ég svör, fyrir mér er TRÚIN á Jesú  rét og eðlileg og það sem lífið snýst um.  Það segir í fyrra bréfi Páls til Korintumanna 1:18 segir "Því að orð krossins er heimska þeim sem sem glatast (sá sem ekki trúir), en oss (sem trúum), sem hólpnir verðum er það kraftur  Guðs.

Fyrir ykkur sem ekki komust í gönguna þá get ég upplýst ykkur að hún verður endurtekið árið 2008.

Í bænagöngu heitt og bað

öllum lausn frá myrkri

Trú mín er að Drottinn það

heyrði svo það birti. 

 

Guð blessi ykkur

Stebbinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Böðvar Ingi Guðbjartsson

Bænagangan var mjög flott og þegar komið var á Austurvöll að þá var mjög virðulegt að sjá fánahillinguna. Það var líka táknrænt að koma öll saman fyrir framan Alþingi Íslendinga.

Í Fyrra bréf Páls til Tímóteusar 2 kafla, vers frá 1-4.

,,Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum."

Guð er góður.

Böðvar Ingi Guðbjartsson, 12.11.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Linda

Þetta var svo yndislegt og ég get bara ekki lýst því nægilega vel.  Ég fer líka næst ef Guð leyfir.  Orðið sem þú gafst í greininni þinni er svo lýsandi fyrir daginn dag, og ekki mun  ástandið batna, nema með Guðs náð og blessun, þá er allt hægt, svo við biðjum áfram og göngum á næsta ári.

Guð Blessi þig.

Linda, 13.11.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband