5.3.2007 | 13:51
Leitið og þér munuð finna
Ég finn blessun Drottins flæða í dag, það þýðir í mínu tilfelli að ég er auðmjúkur í dag og er forsenda fyrir því að ég sjái blessun Drottins. Ég þekki það vel að vera fjarlægur Guði og finnast ég einmanna enda leita ég í oft í þá holu.
Ég veit að mörg okkar leita leiða til að láta sér líða vel, þannig var um mig ég leitaði og ég fann. Margir sem ég umgengst skilja ekki hvað ég fann eða hversu dýrmætt það er mér þessa afstöðu þeirra skil ég vel enda sjálfur verið á þessum stað. Áður en ég fann og frelsaðist þá gat ég ekki skilið trúað fólk held bara að ég hafi vorkennt því. Ég kvað upp dóm en dómur minn var skilningslaus hann var byggður á vanþekkingu.
Það er erfitt að útskýra hvað ég fann en auðvelt að finna það, hér er ein samlíking: Ef einhver spyr þig hvernig sítóna bragðast hvernig ætlar þú að útskýra það fyrir viðkomandi ? hún er súr, hvernig súr, mjög súr. það er nánast útilokað að útskýra hvernig sítróna bragðast eina leiðin er að viðkomandi bragði sjálfur á henni. Það er sama með Drottin Jesú þú verur að prufa til að sannfærast og finna kraft hans.
Hér er eins vísa í tilefni dagsins.
Reynslusporin:
Sporin hræða magnan mann
Það er ekki skrýtið
Fast þau sækja sannleikann
Já Það er ekki lítið.
mannakorn dagsins er að finna hér
Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.
1.Kor 3:11
Guð blessi þig
Stebbinn
Um bloggið
Stefán Garðarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvernig smakkast appelsína...? annars mikil kveðja frá kotrafvirkjanum síkáta árni Hill Fíló
árni hill (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.