Allt hefur sinn tíma

Allt hefur sinn tíma ekki satt og líka að skrifa bloggið ég hef ekki gefið mér nægan tíma til að blogga. Ég fæ grænar þegar ég les bloggið hjá mér þegar ég sé innsláttar og stafsetningarvillurnar ég held að ég verði að taka mig á eða bara að hætta að blogga.

Þegar ég las bloggið hjá henni Immu fékk ég smá minnimáttarkennd því mín skrif eru nú ekki svona ígrunduð og flott, ég hvet ykkur til að skoða síðuna hjá henni hér.

Ég hef fengið viðbrögð frá fólki varðandi hendingarnar sem ég hef birt, mér skilst að sumir fái kjánahroll á að lesa þetta.  Það var nú ekki tilgangurinn að gera neinum neitt með þessu og ekki hef ég sagst vera ljóðskáld eða þannig en með þessu næ ég að böggla frá mér mínum hugsunum.  Ég vona enn og aftur að þetta gleðji einhvern hvort sem það er af innihaldinu eða klaufalegri framsetningu.

 

Nú er föstudagur og ég hef lofað léttu gríni á föstudögum, þennan fékk ég frá henni Siggu sem vinnur með mér.

Bakaðar baunir
Dag einn hitti ég yndislegan herramann og við urðum ástfangin.

Þegar það varð ljóst að við myndum giftast ákvað ég að fórna því sem ég
hafði mikið dálæti á. Ég hætti að borða bakaðar baunir.

Einhverjum mánuðum seinna, á afmælisdaginn minn, og ég var að fara heim frá
vinnu, bilaði bíllinn minn.
Þar sem ég bjó út í sveit hringdi ég í manninn minn og sagði honum að ég
kæmi seint þar sem ég þyrfti að ganga heim.

Á leið minni heim gekk ég fram hjá litlu veitingahúsi og lyktin af bökuðum
baunum var meiri en ég gat staðist.

Þar sem ég átti eftir að ganga nokkra kílómetra áður en ég næði heim
reiknaði ég það út að ég myndi ganga af mér þá kvilla sem fylgdu því að
borða bakaðar baunir áður en ég kæmi heim. Svo ég stoppaði á
veitingahúsinu og áður en ég vissi af hafði ég klárað þrjá stóra skammta af
bökuðum baunum.

Alla leiðina heim fullvissaði ég mig um að ég hefði losað mig við allt gas
sem fylgir slíkri græðgi.

Þegar heim var komið tók eiginmaður minn spenntur á móti mér og sagði:
“Ástin mín! Ég ætla að koma þér á óvart við kvöldverðarborðið.”

Hann batt síðan slæðu fyrir augun á mér og leiddi mig að stól við borðið.

Ég fékk mér sæti og rétt í því sem hann ætlar að leysa frá augunum á mér,
hringdi síminn.

Hann lét mig lofa því að ég myndi ekki kíkja fyrr en hann hefði afgreitt
símtalið og svo fór hann til þess að svara í símann.

Bökuðu baunirnar sem ég hafði innbyrt voru ennþá að hafa áhrif á mig og
þrýstingurinn var að verða óbærilegur. Svo að á meðan eiginmaðurinn var í
öðru herbergi notaði ég tækifærið, lét allan þunga minn hvíla á annarri
rasskinninni og hleypti einu skoti út.

Það var ekki eingöngu hátt heldur lyktaði það eins og gúanóverksmiðja.

Ég tók servíettuna úr kjöltu mér og notaði hana sem viftu.

Svo lyfti ég mér upp á hina kinnina og skaut þremur í viðbót. Lyktin var
verri en af soðnu káli.

Þessu hélt ég áfram í fimm mínútur í viðbót á meðan ég hlustaði
gaumgæfilega á samræðurnar sem fram fóru í hinu herberginu.
Ánægjan var ólýsanleg eða þar til kveðjuorðin í hinu herberginu bundu enda
á þetta frelsi mitt. Ég loftaði í flýti í kringum mig með servíettunni,
lagði hana síðan í kjöltu mér og kom höndunum fyrir ofan á henni og hugsaði
um hversu vel mér liði og hversu ánægð ég var með mig.

Andlit mitt hlýtur að hafa sýnt mynd sakleysis þegar eiginmaður minn kom
aftur og baðst afsökunar á því að hafa verið svona lengi í símanum.
Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð svindlað og kíkt en ég fullvissaði
hann um að það hefði ég ekki gert.
Þegar hér var komið sögu tók hann slæðuna frá augum mér og tólf
kvöldverðargestir sem sátu í kringum borðið hrópuðu:

“Til hamingju með afmælið!”

Það leið yfir mig!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Mannakorn dagsins er að finna hér

 

Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.
2.Kor 8:9

Læt eina fylgja mér í dag:

Þakka þér Drottinn þennan dag

þú sérð göngu mína.

Mín þjónusta er þér í hag

- ég þig skal öllum sýna.

Guð blessi ykkur

Stebbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Þessi var bara GÓÐUR !

Sjáumst HRESS í kvöld - Hlakka Til.

LáraH. (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Imma

Þessi fékk mig virkilega til að hlæja

Ég þakka hrósið um bloggið mitt  ...og pressuna að standa undir því

Haltu ótrauður áfram að setja saman hendingar, smám saman slípast þetta til og þjálfast.  Ég dáist alltaf af þeim sem hafa hæfileikann að setja saman kvæði eða vísur jafnvel þó þær séu með "klaufalegri" framsetningu, ég get ekki einu sinni sett saman eina setningu.  Ég dró flott orð áðan: 2.tim.1:7-8

Sjáumst svo hress í kvöld þegar við reynum að renna okkur glæsilega og með tilþrifum... án marbletta!

Imma, 2.3.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband