Létt grín á föstudegi.

Ég hef ákveðið að bloggið á föstudögum ætla ég að nota til að birta góða brandara hér er sá fyrsti.

Jónas er staddur í búningsherbergi á flottum líkamsræktarstað eftir strangar, en góðar æfingar til að ná af sér jólamatnum. Allt í einu hringir farsíminn og Jónas tekur hann upp og svarar. "Halló?"

"Halló elskan, þetta er ég. Ertu í ræktinni?"

"Já."

 "Frábært! Ég er í Kringlunni. Ég sá þennan æðislega pels hjá honum Eggert.Alveg draumur!! Má ég kaupa hann?"

 "Hvað kostar hann?"

 "Bara eina og hálfa milljón."

"Nú, kauptu hann þá ef hann er svona flottur."

"En, ég stoppaði við í umboðinu og skoðaði 2007módelið af Benz. Þeiráttu akkúrat litinn sem mig langar svo í. Ég talaði við sölumanninn og hann er tilbúinn að láta okkur hafa hann á góðu verði og hann ætlar líka að taka Bimmann uppí sem við keptum í fyrra."

 "Hvaða verð bauð hann?"

 "Ekki nema sex milljónir!"

 "Allt í lagi. En fyrir það verð vil ég fá alla aukahlutina með!"

 "Frábært! Heyrðu, áður en þú leggur á, þá er dálítið annað."

"Hvað?"

"Þetta hljómar kannski mikið, en ég var að gera upp baknareikningana eftir áramótin og svo fór ég að hitta fasteignasalann og húsið sem við skoðuðum í fyrra, þarna á Arnarnesinu, með sundlauginni, stóra verðlaunagarðinum er til sölu..."

"Hvað vill hann fá fyrir það?"

"Bara 197 millur. Frábært verð. Og ég komst að því að við eigum fyrir því ef við seljum öll verðbréfin!"

"Jæja, allt í lagi, en ekki bjóða meira en 189 milljónir, Ókei?"

"Ókey, elskan. Takk elskan mín! Sjáumst á eftir!! Ég elska þig !!!

Jónas laggði á, lokaði símanum og lyfti honum svo upp og sagði við hina mennina "Veit einhver hver á þennan síma?"

Mannakorn dagsins er að fynna hér

Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga.
Jóh 10:9

Guð blessi ykkur

Stebbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Þessi var virkilega góður.  4 broskallar

Brosveitan - Pétur Reynisson, 19.2.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Garðarsson

Höfundur

Stefán Garðarsson
Stefán Garðarsson

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband