9.2.2007 | 16:03
Verum jákvæð.
Í morgun gerðist það aftur, ég fór ekki ræktina ég svaf og svaf ég hreinlega verð að gera eitthvað í málunum. Ég setti mér það markmið að mæta alla virka daga kl 06:30 og taka á því í ca 50 mín, eftir það er það gufan. Í gufunni gefst venjulega gott næði til bæna sem ég nýti mér gjarna, ég bið fyrir þér og mér, ég bið fyrir vinum og óvinum, ég bið fyrir ríkistjórn og stjórnarandstöðu já ég bið Drottinn um blessun og vernd ég þakka Drottni fyrir allt.
Í dag fór ég á AA fund eftir nokkrar vikur án AA þetta er ekki sniðugt fyrir alka eins og mig ég verð að fá þetta meðal annars fer illa fyrir mér Ég lít svo á að AA samtökin séu gjöf frá Guði sem ætluð er mér og öðrum með sama sjúkdóm. Í AA fæ ég bót meina minna og hugsanir mínar ná fókus því hausinn á mér er stundum fullur af rugli. Í kirkjunni fæ ég það sem ég kýs að kalla kærleikshjarta sem er mér nauðsynleg svo ég virki almennilega í þjóðfélaginu. Þetta er blanda sem gefist hefur vel í mínu lífi.
Mannakorn dagsins finnur þú hér
Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
Fil 2:5
Guð Blessi ykkur
StebbinnUm bloggið
Stefán Garðarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.